spot_img
HomeFréttirSnæfell náði toppsætinu með sigri á Njarðvík

Snæfell náði toppsætinu með sigri á Njarðvík

07:15

{mosimage}

Snæfell vann Njarðvík í gærkvöldi í Hólminum og komst í toppsætið fyrir vikið, 88-70. Hjá Snæfell skoraði Magni Hafsteinsson 30 stig og hjá Njarðvík var Jeb Ivey með 18 stig.

Þetta var mikilvægur sigur fyrir Hólmara og nú verma þeir toppsætið ásamt Njarðvík með 10 stig eftir 6 leiki.

Eftir 1. leikhluta munaði 5 stigum, 18-13, og í hálfleik var Snæfell komið með gott forskot, 44-27. Í seinni hálfleik jókst það og lokatölur leiksins var 18 stiga sigur, 88-70.

Stigahæstur hjá Snæfell var Magni Hafsteinsson með 30 stig og Jón Ólafur Jónsson var með 15 stig.

Hjá Njarðvík var Jeb Ivey með 18 stig og Jóhann Ólafsson skoraði 15 stig.

Tölfræði leiksins

mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -