21:51
Það verður Snæfell sem leikur til úrslita á Reykjanes Cup Invitational þetta árið en ekki er komið í ljós hverjir mæta þeim. Snæfell vann nú fyrr í kvöld lið Breiðabliks 95-59 en leikið var í Toyotahöllinni í Keflavík.
Sigur Snæfellinga var öruggur og strax eftir fyrsta leikhlutann voru þeir komnir með 14 stiga forystu. Jón Ólafur Jónsson var stigahæstur Hólmara með 25 stig auk þess sem hann tók 7 fráköst, Emil Þór Jóhannsson skoraði 16 stig og gaf 4 stoðsendingar, Hlynur Bæringsson skoraði 13 stig og tók 13 fráköst, Sigurður Þorvaldsson skoraði 12 stig og gaf 6 stoðsendingar en Pálmi Freyr Sigurgeirsson gaf flestar stoðsendingar eða 7 auk þess að skora 4 stig.
Rúnar Pálmarsson skoraði 15 stig fyrir Blika og næstur honum kom Arnar Pétursson með 12 og Þorsteinn Húnfjörð með 10. Þorsteinn Gunnlaugsson tók 7 fráköst en skoraði aðeins 1 stig.
Þetta þýðir að Snæfell vann báða leikina í sínum riðli og leikur til úrslita, Grindavík varð númer tvö og Breiðablik númer þrjú.
Úrslitin í leik Keflavíkur og Stjörnunnar ráða því svo hvaða lið mætir Snæfell í úrslitum en staðan í hálfleik var 37-30 fyrir Keflavík
Mynd: [email protected]