18:08
{mosimage}
Það er svo sem ekki mörgum orðum að fara yfir undanfara fyrir þennan leik annað en að tvö skemmtileg lið eru að mætast í 8 liða úrslitum. Snæfell á heimavallaréttinn og mættu Stjörnumenn í Hólminn. Þeir Rögnvaldur Hreiðarson og Kristinn Óskarsson dæmdu.
Leikurinn var jafn á köflum en Snæfellingar komu sé í forystu í þriðja hluta sem skóp 12 stiga sigur þeirra 93-81. Hjá Snæfelli var Siggi Þ með 23 stig og 9 frák. Magni og Subasic með 15 stig hvor. Jón Ólafur 11 stig og Hlynur 9 stig og 8 frák. Hjá Stjörnunni var Justin hress að vanda með 22 stig, 12 stoðs. og þekkir hverja fjöl Hólminum. Jovan var með 21 stig og var frískur sem og Ólafur sem setti 16 stig. Þá gerði Fannar 10 stig og tók 7 fráköst.
Bæði lið léku fyrsta hlutann ágætlega og setti Kjartann tóninn með fyrstu þremur stigunum fyrir Stjörnuna. Jón Ólafur svaraði strax og leikurinn varð í þessum gír í fyrsta fjórðung. Þegar jafnt hafði verið á með liðunum setti Jovan tvo þrista og kom stjörnunni í 14-18 með fyrri en Siggi kom Snæfelli í 16-18. Jovan setti þá seinni strax og var staðan orðin 16-21. Magni og Siggi Þ héldu Snæfellingum við efnið. En Justin átti einn ískaldann þrist undir lokin og staðan var 20-24 fyrir Stjörnunni eftir fyrsta hluta.
Magni Hafsteins setti þrjú stig strax í upphafi annars hluta næstum því frá Borganesi. Magni kom með gríðar mikinn kraft í Snæfellinga sem komust yfir 25-24 með frákasti og tveimur stigum frá títtnefndum Magna. Staðan hékk lengi á þessum tölum þangað til Justin tók sig til og braut ísinn og höfðu Stjörnumenn hert á vörninni og voru að vinna vel. Þótt klaufaskapur hjá Subasic og Snæfelli við að missa boltann þá náðu þeir að stoppa varnarlega og halda sér inn í leiknum þrátt fyrir ósannfærandi kafla. Stjörnumenn voru svo sem ekkert að vinna á sjálfir en héldu sér inni á gjafmildi einu saman. Ólafur var heitur og fékk tvö víti undir lokin og setti svo einn þrist og staðan var 40-38 fyrir Snæfell í hálfleik.
Magni Hafsteins var búinn að vera draga vagninn fyrir Snæfell kominn með 12 stig og 5 fráköst. Siggi Þorvalds hafði sett 9 stig tekið 5 fráköst líkt og Hlynur sem var kominn með 5 frák. Hjá Stjörnunni var Jovan hress með 15 stig og Ólafur einnig frískur með 9 stig og Justin 7 stig. Fannar hafði tekið 5 fráköst.
Eftir að Fannar jafnaði 40-40 tóku Snæfellingar á sprett og komust í 9-0 kafla 49-40. Eftir þennan kafla fengu Stjörnumenn að ganga um óáreittir og fikruðu sig nær þar sem vörn Snæfells sofnaði augnablik. Mikið hafði verið flautað á Snæfellinga og fékk Hlynur sína 4. villu seinni part þriðja hluta og var settur á tréverkið til að hvíla. Siggi Þorvalds hélt Snæfelli við efnið og setti einn þrist og breytti stöðunni í 56-48 og svo annann í stöðunni 62-52. Leikurinn var allur að hressast hjá báðum liðum en Ólafur hjá Stjörnunni setti þrjú og Subasic önnur til að svara fyrir Snæfell og voru stórir boltar að detta. Snæfellingar héldu þó 8 – 10 stiga forystu sinni og leiddu eftir þriðja fjórðung 71-63.
Fannar Helgason hafði fengið líkt og Hlynur 4 villur undir lok þriðja hluta og var kominn á bekkinn í upphafi fjórða hluta. Þetta veikti Stjörnumenn og komust Snæfellingar upp með 6-0 áhlaup þar sem Siggi Þ og Wagner fengu að vaða uppi. Justin kom svo sínum mönnum á bragðið eftir smá spjall sinna manna og gerði 5 stig fljótt. Hlynur kíkti eilítið við inná völlinn og uppskar sína fimmtu villu fljótt en það virtist ekki koma að sök þar sem aðrir voru að gera vel fyrir Snæfell. Fannar gerði sér ferð á bekkinn með sína 5. villu þegar 3 mín voru eftir og staðan 83-73 fyrir Snæfell eftir að Kjartan setti þrjú fyrir Stjörnumenn. Lokamínúturnar einkenndust af hlaupum og fór ekki mikið fyrir varnar og sóknarleik sérstaklega. Snæfell héldu 10 stiga forystunni nokkuð örugglega og jafnt var skorað undir lokin en Atli Rafn átti síðasta orðið fyrir Snæfell með glæsitroðslu og Snæfell vann fyrsta leikinn 93-81 og leiða 1-0 í rimmunni.
Hlynur sagði að þeir hefðu átt þokkalegann leik þó hann hefði lítið verið með undir lokin, hafði litlar áhyggjur af framgöngu sinna mann og það væri undir þeim sjálfum komið hvernig þeir taka tækla leikinn í Garðabæ á mánudaginn. "Ég held að við þurfum ekkert að gera neitt séstakt í okkar leik og ef við spilum okkar leik þá vinnum við leikinn og seríuna þar sem við eru með betra liðið og að sjálfsögðu ætlum við ekki að fara í oddaleik"
Justin sagði að þeir þyrftu að sjálfsödðu að stoppa stóru mennina í teignum og næla í fleiri fráköst þar sem þeir væru að keppa við frákastabesta lið deildarinnar. "Við þurfum að stoppa menn eins og Sigga og Magna þegar þeir koma frá hlið inní í teig og svo spila 40 mínútur af vörn til að halda dampi."
Símon B. Hjaltalín.
Mynd: Eyþór Benediktsson