Haukar í efsta sæti deildarinnar mættu í Stykkishólm til fundar við næst efsta liðið Snæfell en liðin verið með yfirburði í deildinni en Haukar með tvö stig á Snæfell úr fyrsta leik liðanna í Hafnarfirði sem Haukar sigruðu 66-62. Alls sjö leikmenn í frá liðunum voru í landsliðsverkefninu, þrjár frá Snæfelli og fjórar frá Haukum sem hafa ekki setið auðum höndum. Gunnhildur Gunnarsdóttir lykilleikmaður Snæfells meiddist í leik með landsliðinu og þarf að hinkra eftir bata fram í janúar og munar gríðalega um baráttuna sem þar býr.
Eins og við var að búast byrjaði leikurinn af hörku og jafnræði liðanna. Snæfell komust t.a.m yfir 12-7 en tvær slakar sóknir hjá þeim gáfu Haukum hraðaupphlaup og staðan fljótt 12-11. Mikill kraftur var í bakvörðunum Pálínu Maríu hjá Haukum og Haiden Palmer hjá Snæfelli í uppahfi leiks. Haukar náðu að koma sér yfir áður en flautan gall eftir fyrsta hluta 15-16 en sóknir Snæfells stöðnuðu nokkuð og að virtust opin skot ekki að detta hjá þeim.
Haukar höfðu yfirhöndina 24-27 um miðjan annan leikhluta og voru Pálína og Helana þar fremastar í flokki. Þegar Snæfell jafnaði 27-27 þá hafði Haiden Palmer skorað 18 stig og vantaði að fá meira öðrum þratt fyrir að þær væru ekki feimnar að skjóta. Snæfell komust yfir áður en fyrri hálfleik lauk 35-31 og leikurinn einfaldlega stál í stál. Haiden Palmer hafði skorað 21 stig fyrir Snæfell og tekið 9 fráköst og Bryndís Guðmundsdóttir var komin með 6 stig. Hjá Haukastúlkum var Pálína María Gunnlaugsdóttir komin með 11 stig og Helena Sverrisdóttir 10 stig og 5 fráköst.
Það var mikið skotið en lítið skorað á móti en liðin höfðu 36% og 37% nýtingu í skotum sínum þegar liðið var á þriðja hlutann og Haukar farnar leiða leikinn þó naumt væri 43-46. Bryndís Guðmundsdóttir jafnaði á vítalínunni þegar sekúnda var eftir af þriðja fjórðung en staðan gat varla verið jafnari 51-51 fyrir lokafjórðunginn.
Liðin skiptust á að skora og var farið að hitna í kofanum en með einu stigi leiddu Haukar 57-58 um miðjan fjórða fjórðung. Bryndís Guðmundsdóttir sem kom heldur betur sterk inn í seinni hálfleik smellti þrist og kom Snæfelli í forystu 69-65 þegar tvær mínútur var eftir en ekkert var skorað fyrr en eftir 1:30 þegar Haiden Palmer bætti í 71-65 en Haukastúlkur áttu ekki séns síðustu tvær mínútur leiksins þrátt fyrir mímörg tækifæri en boltinn vildi ekki sína leið og Snæfell tók fráköstin. Leikurinn endaði með góðum sigri Snæfells 75-65 sem fögnuðu gífurlega á þessu ágæta sunnudagskvöldi.
Haiden Palmer var í sérflokki og skoraði 43 stig fyrir Snæfell og tók 14 fráköst. Bryndís Guðmundsdóttir skoraði 16 stig og Hugrún Eva 5 stig og tók 10 fráköst. Í liði Hauka var Pálína Gunnlaugsdóttir með 20 stig og 7 fráköst og henni næst var Helena Sverrisdóttir 19 stig og 10 fráköst og 7 stoðsendingar.
Texti: Símon B Hjaltalín.