spot_img
HomeFréttirSnæfell er meistari meistaranna

Snæfell er meistari meistaranna

Snæfell byrjar tímabilið 2016-2017 á enn einum bikarnum er liðið sigraði meistarakeppnina.

 

Snæfell mætti þar Grindavík og eftir jafnan fyrri hálfleik náði Snæfell að slíta Grindavík frá sér og sigla heim tíu stiga sigri 70-60.

 

Þáttaskil:

Eftir tiltölulega jafnan fyrir hálfleik náði Snæfell 9-2 áhlaupi í upphafi þriðja fjórðungs og kom muninum yfir tíu stig. Snæfell náði góðum takti sóknarlega í þriðja leikhluta og gerðu verkefni Grindavíkur virkilega ærið. Nokkra dýpt skortir í leikmannahóp Grindavíkur og lenti liðið í erfiðleikum er lykilmenn urðu þreyttir.

 

Tölfræðin lýgur ekki:

Snæfell nýtti tækifærin sem þær fengu vel í dag. Setja 16 stig úr hraðaupphlaupum gegn fjórum hjá Grindavík. Skotnýting liðanna er mjög svipuð en Snæfell tekur heilum þrettán skotum fleiri en Grindavík og þar liggur munurinn á liðunum í dag.

 

Hetjan:

 

Snæfell frumsýndi nýjan erlendan leikmann í dag, Taylor Brown var algjörlega frábær. Endaði með 29 stig, 7 fráköst og 3 stoðsendingar. Hún tók mörg skot og vildi kannski full mikið vera með boltann en þegar liðið verður búið að spila sig betur saman þá verður hún gríðarlega öflug fyrir þetta lið.

 

Kjarninn:

 

Hin stórþreytta klisja um haustbrag átti vel við í dag, bæði lið voru lengi að finna einhver takt í leik sínum og körfuboltinn var ekki fallegur áferðar. Það er því lítið hægt að álykta út frá þessum leik. Ekki nema að Snæfell heldur áfram að bæta við titlum í safnið. Hver titill bætir aðeins meira í sjálfstraustið og því ætti að vera nóg af því hjá Snæfell er þær halda inn í nýtt tímabil.

 

Mynd  / Bára Dröfn

Fréttir
- Auglýsing -