spot_img
HomeFréttirSlóvenía endar efst í riðli Íslands - Grikkland bjargaði sér fyrir horn

Slóvenía endar efst í riðli Íslands – Grikkland bjargaði sér fyrir horn

Öllum leikjum er nú lokið í A-riðli Eurobasket fyrir utan Ísland-Finnland. Mikil spenna var í fyrstu tveimur leikjum dagsins og réðst staðan í riðlinum á þeim. 

 

Slóvenía fór taplaust í gegnum riðilinn eftir sannfærandi sigur á Frakklandi í fyrsta leik dagsins. Goran Dragic heldur áfram að eiga frábært mót en hann smellti í 22 stig og 8 stoðsendingar í leiknum til að tryggja 95-78 sigur á Frakklandi. 

 

Leikritið í kringum lið Grikklands fékk smá pásu í dag er liðið náði að tryggja sig áfram í 16 liða úrslitin. Til þess vann liðið sigur á Póllandi í lokaleik liðanna í riðlinum. Leikurinn var algjör úrslitaleikur um hvort liðið kæmist áfram og stóð hann undir væntingum. Grikkland seig aðeins frammúr í fjórða leikhluta en framan af því höfðu liðin verið jöfn á nánast öllum tölum. Grikkland hafði að lokum sigur 95-77. 

 

Það þýðir að leikur Íslands og Finnlands hefur nákvæmlega enga þýðingu um lokastöðu riðilsins. Finnland mun enda í öðru sæti riðilsins og Ísland í því neðsta. Það gefur Íslandi vonandi vonir um að heimamenn mæti værukærir til leiks. 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -