spot_img
HomeFréttirSlökkvilið þurfti til að frelsa dreng úr körfu

Slökkvilið þurfti til að frelsa dreng úr körfu

 

MBL greinir frá því að á sjötta tímanum í gærkvöldi hafi slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu borist frekar óvenjuleg tilkynning. Við Drekavelli í Hafnarfirði hafði drengur á ellefta ári fest sig í körfuboltahring eftir að hafa klifrað upp í hann. Slökkviliðið þurfti að fara með körfubíl á svæðið til þess að frelsa drenginn úr körfunni, en samkvæmt fréttinni varð honum ekki meint af og hefur hann þá væntanlega getað haldið æfingum áfram.

Fréttir
- Auglýsing -