spot_img
HomeFréttirSleppur með skrekkinn

Sleppur með skrekkinn

17:55 

{mosimage}

Bandaríski leikmaðurinn Steven Thomas verður ekki kærður af stjórn KKD KR en hann gerðist á dögunum sekur um ljótt brot í leik Grindavíkur og KR. Vesturbæjarveldið hafði sigur í leiknum en Böðvar Guðjónsson, formaður KKD KR, vonast til þess að Grindvíkingar taki sjálfir á málinu með leikmanninum.

 

Eins og sést á myndbandi af vefsíðu KR, www.kr.is/karfa sem einnig hefur verið birt á vf.is  þá gefur Thomas Fannari Ólafssyni fast olnbogaskot með þeim afleiðingum að Fannar fellur í gólfið. Böðvar Guðjónsson segir að svona fautaháttur eigi ekki heima í körfuknattleik. „Við höfum í nógu að snúast þessa dagana og mörg ærin verkefni framundan sem þarfnast fullrar einbeitingu frá leikmönnum og stjórnarmeðlimum. Í fullkomnum heimi hefðu dómararnir séð atvikið sjálfir og Thomas hlotið sína refsingu samkvæmt því. Það gerðist ekki og því látum við þar við sitja,“ sagði Böðvar við heimasíðu KR.

 

Óhætt er að segja að Thomas sleppi með skrekkinn en landi hans AJ Moye var ekki svo heppinn í fyrra þegar hann hlaut þriggja leikja bann fyrir að gefa Jeb Ivey olnbogaskot í viðureign Njarðvíkur og Keflavíkur á síðustu leiktíð.

 

www.kr.is/karfa

Fréttir
- Auglýsing -