spot_img
HomeFréttirSkráning hafin í BIBA-búðirnar sumarið 2021

Skráning hafin í BIBA-búðirnar sumarið 2021

Körfuboltaakademía Borche Ilievski (BIBA) verður næsta sumar frá 21. júní til 25. júní 2021 í Seljaskóla í Breiðholtinu, en búðirnir eru fyrir stelpur og stráka 10 til 16 ára.

Dagskrá verður frá kl. 08:00 til kl. 17:00 námskeiðsdagana. Innifalið í verði er búningur, hádegismatur og verðlaun, en vegna heimsfaraldurs Covid-19 þurfa þátttakendur að koma hver með sinn bolta.

Leikmenn munu leggja hart að sér, vera kappsamir og njóta þess að undirbúa sig betur fyrir körfuboltaframtíðina. Lögð verður áhersla á liðsheild og að sýna virðingu, þar sem báðir eiginleikar munu í framtíðinni hjálpa leikmönnum bæði á og af vellinum. Megin markmið þjálfara er að undirbúa leikmenn fyrir komandi tímabil, en þeir eru allir með reynslu ú þjálfun í háskólum eða hærra.

Meira en bara körfubolti

Viðhorf, agi, þolinmæði og liðsheild

  • 5+ klukkutímar af krefjandi æfingum á dag
  • Unnið í einbeittum, minni hópum með reynslumiklum þjálfurum
  • Fyrir frekari upplýsingar geta áhugasamir heimsótt Facebook-síðu BIBA Ísland eða haft samband við stjórnendur með tölvupósti.

Hérna er hægt að skrá sig

Borche Ilievski
[email protected]
Farsími: 8637068

Fréttir
- Auglýsing -