spot_img
HomeFréttirSkotklukkan: Hekla Eik Nökkvadóttir

Skotklukkan: Hekla Eik Nökkvadóttir

Hin 19 ára gamla Hekla Eik Nökkvadóttir er þriðji viðmælandi skotklukkunnar þetta tímabilið. Hekla hefur farið vel af stað með Grindavík á yfirstandandi tímabili í Subway deild kvenna, en liðið hefur unnið fjóra leiki og tapað aðeins einum. Hekla hefur alla tíð leikið fyrir Grindavík og hóf ung að leika fyrir meistaraflokk félagsins, þar sem hún var meðal annars valin besti ungi leikmaður fyrstu deildarinnar árið 2021. Þá hefur hún einnig leikið fyrir yngri landslið Íslands á síðustu árum.

 1. Nafn? Hekla Eik Nökkvadóttir
 2. Aldur? 19
 3. Hjúskaparstaða? Lausu
 4. Uppeldisfélag? Grindavík
 5. Uppáhalds atvik á ferlinum? Held að það yrði að vera að vinna Njarðvík í oddaleik og komast upp í Subway deildina eftir að hafa verið 2-0 undir.
 6. Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Skoraði næstum því sjálfskörfu í leik um Íslandsmeistaratitil þegar ég var 10 ára.
 7. Efnilegasti leikmaður landsins? Erfitt að velja á milli, mjög margir efnilegir leikmenn.
 8. Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Danielle Rodriguez
 9. Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Nei held að ég sé ekki með neina sérstaka.
 10. Uppáhalds tónlistarmaður? Rihanna
 11. Uppáhalds drykkur? Íste
 12. Besti þjálfari sem þú hefur haft? Ég er búin að vera með marga flotta þjálfara og erfitt að gera upp á milli.
 13. Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Emilie Hesseldal sem spilar með Njarðvík.
 14. Í hvað skóm spilar þú? Ég spila í gt cut 2 frá Nike.
 15. Uppáhalds staður á Íslandi? Bara gamla góða Grindavíkin
 16. Með hvað liði heldur þú í NBA? Golden State Warriors
 17. Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Lebron James
 18. Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Var heppin að eiga marga fjölskyldumeðlimi í körfubolta sem ég gat litið upp til.
 19. Sturluð staðreynd um þig? Mér finnst allur ostur hræðilega vondur.
 20. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum?  Spila og fara í góða skotleiki.
 21. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Hef ekkert sérlega gaman af gamla góða Shell-Drillinu.
 22. Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju? Ég tæki Heiði úr Fjölni, Kristu úr Njarðvík og Önnu Láru úr Keflavík.
 23. Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Nei eiginlega ekki en hef samt alltaf gaman af því að fylgjast með íslenska landsliðinu keppa sama hvaða íþrótt það er.
 24. Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Keflavík
Fréttir
- Auglýsing -