spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaSkotklukkan: Eyþór Orri Árnason

Skotklukkan: Eyþór Orri Árnason

Þá er skotklukkan komin að Eyþóri Orra Árnasyni. Eyþór er 20 ára gamall bakvörður Hrunamanna í fyrstu deildinni, en þrátt fyrir að vera ekki eldri en það hefur hann leikið með meistaraflokki félagsins síðan árið 2019. Í 21 leik með liðinu á síðustu leiktíð skilaði Eyþór 8 stigum, 4 fráköstum og 4 stoðsendingum að meðaltali í leik. Þá hefur hann einnig verið hluti af yngri landsliðum Íslands.

  1. Nafn? Eyþór Orri Árnason
  2. Aldur? 20 ára
  3. Hjúskaparstaða? Föstu
  4. Uppeldisfélag? Hrunamenn
  5. Uppáhalds atvik á ferlinum? Að vera fyrirliði í U15 og U16 verkefnum og að vinna í Bikarúrslitum í 9. Flokki á móti Keflavík.
  6. Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Gerðist nú bara í leik fyrir stuttu en þá fékk ég voice crack þegar ég var að kalla kerfi, óþægilegt í mómentinu en hægt að hlæja af þessu eftir leik.
  7. Efnilegasti leikmaður landsins? Tómas Valur Þrastarson
  8. Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Orri Gunnarsson eða Corey Taite.
  9. Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Er frekar lítið í einhverju svoleiðis. Veit ekki hvort það sé einhver hjátrú en finnst gott að leggja mig fyrir leik.
  10. Uppáhalds tónlistarmaður? Bubbi Morthens og Coldplay í miklu uppáhaldi.
  11. Uppáhalds drykkur? Collab og bara gamla góða vatnið.
  12. Besti þjálfari sem þú hefur haft? Pabbi (Árni Þór) og Fernando núverandi þjálfari.
  13. Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Myndi alltaf taka Ísak Júlíus í mitt lið.
  14. Í hvað skóm spilar þú? Trae Young 1s
  15. Uppáhalds staður á Íslandi? Íþróttahúsið á Flúðum.
  16. Með hvað liði heldur þú í NBA? Dallas Mavericks og Lebron James
  17. Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Lebron James
  18. Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Frændur mínir Ari Gylfa og Hlynur Hreinsson.
  19. Sturluð staðreynd um þig? Er á sjötta ári í meistaraflokki.
  20. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? Spila 5v5.
  21. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Sendingaræfingar ekki í uppáhaldi.
  22. Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju? Ætla ekki að taka neinn úr mínu liði þannig úr hinum liðunum tæki ég Ísak Júlíus, Halldór Fjalar og Geir Helgason.
  23. Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Fylgist alltof vel með öllu en fylgist mest með fótbolta fyrir utan körfu.
  24. Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Hef voða lítið á móti einhverju liði þannig bara veit það ekki.
Fréttir
- Auglýsing -