Skotklukkan: Eyþór Lár Bárðarson

Næstur í Skotklukkunni er bakvörður Snæfells og undir 20 ára liðs Íslands Eyþór Lár Bárðarson. Eyþór hefur leikið í meistaraflokki síðan árið 2019 með Hamri, Snæfell og uppeldisfélagi sínu Tindastól, þar sem hann varð Íslandsmeistari á síðustu leiktíð er félagið vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil.

1. Nafn? Eyþór Lár Bárðarson

2. Aldur? 20 ára

3. Hjúskaparstaða? Soon to be giftur.

4. Uppeldisfélag? Tindastóll og Hrunamenn.

5. Uppáhalds atvik á ferlinum? Vinna titil með Tindastól.

6. Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Drippla í löppina á mér gegn KR i drengjaflokki í crunch time.

7. Efnilegasti leikmaður landsins? Sturla Böðvarsson

8. Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Javon Bess og verð að segja Pétur Rúnar, alltof vanmetinn leikmaður.

9. Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Já, of mikið eftir að hlusta á Pétur Rúnar með sína hjátrú. Ég þarf t.d alltaf að vera i buxum á æfingu daginn fyrir leik. 

10. Uppáhalds tónlistarmaður? Ég hlusta á marga mismunandi menn, en efstu eru Justin Bieber, J. Cole, Dave, Drake og verð að gefa mínum manni 845orri s/o.

11. Uppáhalds drykkur? Mig langar að segja vatn en ég verð því miður að segja Mountain Dew.

12. Besti þjálfari sem þú hefur haft? Þetta svar verður alltaf Pabbi. Hann hefur kennt mér lang mest í þessari íþrótt.

13. Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Held það sé Lewis í fjölni. Styrkurinn, lestur á póstinum og frákasta baráttan hans er einhvað sem er stór plús fyrir öll lið.

14. Í hvað skóm spilar þú? Kyrie flytrap 6.

15. Uppáhalds staður á Íslandi? Heima hjá tengdarfjölskyldunni.

16. Með hvað liði heldur þú í NBA? Los Angeles Lakers.

17. Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Þetta er barátta á milli Alex Caruso og Brian Scalabrine. 

18. Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Auðvelt svar Pabbi, en verð að setja líka Hauk Helga, Ægir Þór og Addú fyrir aftan pabba.

19. Sturluð staðreynd um þig? Mér finnst súkkulaði vont.

20. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? 1v1 – vörn fær stig, ég fæ fáranlegt adrenaline boost.

21. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Upphitun, of mikil tímasóun.

22. Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju?Alex Rafn, Ísak Perdue og Friðrik Heiðar (Frikkibeast)

23. Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Fótbolta

24. Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? ÍR og KR.