spot_img
HomeFréttirSkemmtilegur fróðleikur

Skemmtilegur fróðleikur

Fólk sem hefur gaman af ungum nýjum leikmönnum sem koma inn í NBA deildina með gríðarlegan stökkraft og mikla orku, ætti þá að fylgjast mjög vel með nýjasta leikmanni Indiana Pacers, James White.

 

White hefur verið nokkuð stórt nafn í College og High School boltanum undanfarin ár en ekki fyrir neitt sérstaklega góða körfuboltahæfileika (enda ekki valinn í nýliðavalinu fyrr en 31.), heldur ótrúlega troðslu og stökk-hæfileika sem drengurinn býr yfir. Hefur hann verið aðal nafnið í McDonald’s troðslukeppninni frægu meðal annars.

 

 

Man greinarhöfundur vel fyrir meira en ári síðan þegar hann skoðaði vídeó af honum taka hina frægu vindmyllu troðslu frá vítalínunni og svo einnig með báðum höndum. Las ég þá einhversstaðar að hann væri að vinna í því að stökkva frá vítalínunni, setja boltann í gegnum klofið og svo troða knettinum.

Þá fannst mér sú hugmynd vera einfaldlega ómöguleg  og man ég eftir hvað það þótti flott þegar Michael Jordan troð honum frá vítalínunni án nokkurra tilþrifa. Einnig náði kóngurinn sjálfur Vince Carter að troða með báðum höndum frá vítalínunni. En James White hefur tekið þetta einu skrefi lengra.

 

Sjá hér

 

http://www.youtube.com/watch?v=pA4L-_Wic78

 

Því er víst að ef að hann tekur þátt í troðslukeppninni í ár, þá finnst mér enginn geta ógnað honum.

 

Hér má sjá fleiri vídeó.

 

http://www.youtube.com/watch?v=NdhRgZXNo5w

 

Gaman verður að fylgjast með James White á næsta tímabili ef hann fær einhverjar mínútur í leik.

  Arnar Freyr Magnússon

Fréttir
- Auglýsing -