spot_img
HomeFréttirSkammt stórra högga á milli á Spáni

Skammt stórra högga á milli á Spáni

 
Um þarsíðustu helgi fór Jón Arnór Stefánsson mikinn þegar hann reif Granada áfram í sinn annan deildarsigur í ACB deildinni á Spáni. Jón var í svipuðum aðstæðum um helgina þegar hann átti möguleika á því að jafna leikinn gegn Fuenlabrada, það hafðist ekki að þessu sinni og Fuenlabrada vann leikinn 74-72. 
Hér má sjá svipmyndir úr leiknum og m.a. síðustu sókn leiksins þar sem Jón Arnór fær það vandasama hlutverk að jafna leikinn. Hann keyrir upp endalínuna og reynir erfitt skot sem geigar.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -