spot_img
HomeFréttirSkallagrímur vann topplið Stjörnunnar

Skallagrímur vann topplið Stjörnunnar

Í kvöld fór fram leikur Skallagríms og Stjörnunnar í Domino's deild karla. Stjarnan var á toppnum fyrir leikinn en Skallagrímur í 10. sæti.

 

Fyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi og var Skallagrímur var með eins stig forskot eftir hann. Þriðji leikhlutinn var eign Skallagrímsmanna og voru þeir 60-52 yfir eftir hann. Fjórði leikhlutinn var enn og aftur Skallagrímsmanna og unnu þeir gríðarlega flottann sigur 78-73.

 

 

Þáttaskil:

 Fyrsti leikhlutinn var jafn en Stjarnan var með þriggja stiga forsystu 21-24. Annar leikhlutinn var enn mjög jafn og voru Skallagrímur með eins stigs forskot í hálfleik 37-36. Í þriðja leikhluta komust Skallagrímsmenn aðeins frammúr og var staðan eftir hann 60-52. Fjórði leikhlutinn var mjög jafn spennandi en Skallagrímsmenn héldu forystunni og unnu 5 stiga sigur 78-73.

 

Tölfræðin lýgur ekki:

Liðin voru mjög jöfn í tölfræðinni en það var bara skotnýtingin inni í teig sem gerði muninn hjá Skallagrím sem voru með 49% nýtingu á móti 42% hjá Stjörnunni. Skallagrímur spiluðu líka mjög flotta vörn og átti Stjarnan því færri skot en Skallagrímur.

 

Hetjan:

Skallagrímsmenn voru með hann Eyjólf Ásberg sem átti mjög flottan leik með 21 stig og 5 fráköst. En þetta eins og hinir sigrar Skallagríms var þetta liðssigur og áhorfendurnir í fjósinu alveg magnaðir. Hjá Stjörnunni var Justin Shouse stigahæstur með 20 stig og 5 fráköst, einnig var Hlynur Bærings öflugur hjá Stjörnunni með 13 stig og 22 fráköst á gamla heimavellinum.

 

Kjarninn:

Skallagrímsmenn voru gríðarlega öflugir í leiknum en Stjörnumenn voru ansi slakir. Skallagrímur voru allann tímann með leikinn í hendi sér og sáu Garðbæingarnir aldrei til sólar. Gríðarlega öflugur sigur Skallagríms en slæmt tap fyrir Stjörnunna. Stjarnan missti því toppsætið til KR en Skallagrímur í góðri stöðu í 7. sæti.

                                                                                                                                                                                                                                                                                                                   

Viðtal við Finn Jónsson þjálfara Skallagríms.

Viðtal við Eyjólf Ásberg leikmann Skallagríms eftir leik.

Viðtal við Pétur Már Sigurðsson aðstoðarþjálfara Stjörnunnar.

 

Myndasafn. 

Umfjöllun / Guðjón Gíslason

Viðtöl / Snæþór Bjarki Jónsson

Mynd / Gunnlaugur Auðunn Júlíusson

Fréttir
- Auglýsing -