spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaSkallagrímur semur við spænskan miðherja

Skallagrímur semur við spænskan miðherja

Skallagrímur hefur samið við spánverjann Antoni Vicens um að leika með liðinu á komandi leiktíð í 1. deild karla.

Antoni er 29 ára gamall miðherji og er 204 cm á hæð. Hann lék á síðasta tímabili í Frakklandi með Coulommiers Brie Basket í NM2 deildinni en hefur á ferlinum einnig leikið í Austurríki og í heimalandi sínu á Spáni.

Tímabilið 2017-2018 lék Antoni með Raiffeisen Dornbirn Lions í næst efstu deild í Austuríki þar sem hann var með 23,3 stig og 6,1 frákast að meðaltali í leik.

Skallagrímur, sem féll úr úrvalsdeildinni í vor, samdi einnig á dögunum við bandaríska bakvörðinn Isaiah Coddon. Þjálfari liðsins er Manuel A. Rodriquez og er hann á sínu fyrsta ári með liðið en hann þjálfaði kvennalið Skallagríms frá 2015 til 2017.

https://www.facebook.com/Skallgrkarfa/photos/a.875894652531154/2283680448419227/


Fréttir
- Auglýsing -