spot_img
HomeFréttirSkallagrímur með sigur í nýliðaslagnum

Skallagrímur með sigur í nýliðaslagnum

Fjórir leikir fóru fram í Dominos deild karla og einn í 1. deild karla í kvöld og var lítið um spennu í flestum leikjum.

Úrslitin úr leikjunum má sjá hér að neðan:

 

Þór 81-90 Skallagrímur
Nýliðaslagur Þórs og Skallagríms fór fram á Akureyri í kvöld. Skallagrímur var sterkari aðilinn framan af fyrri hálfleik en Þór náði góðu áhlaupi undir lok hans og náði að jafna fyrir hálfleik. Þór komst í forystu í byrjun seinni hálfleiks en gestirnir gáfust ekki upp og komust yfir um miðjan þriðja fjórðung og gáfu þá foyrstu aldrei eftir. Darrel Flake var frábær fyrir Skallagrím með 21 stig og 8 fráköst.

 

Keflavík 111-82 Snæfell
Gestirnir voru 19-27 yfir eftir fyrsta leikhluta og leit út fyrir að brotthvarf Harðar Axel yrði Keflavík erfitt. Gæði heimamanna sýndu sig þó þegar leið á leikinn og sigraði Keflavík 111-82 þar sem of fáir leikmenn Snæfels náðu sér á strik.

ÍR 68-82 Tindastóll
Tindastóll náði í góðan sigur gegn meiðslahrjáðu liði ÍR en Matthías Orri, Kristinn Marínósson og Stefán Karel voru ekki með í kvöld.

KR 87-62 Grindavík
Bæði lið voru taplaus fyrir leikinn og áttu flestir von á spennuleik. Það varð aldrei því KR gjörsamlega gekk frá Grindvíkingum 87-62 þar sem staðan var 47-20 í hálfleik. Brynjar Þó heldur áfram að bera liðið á herðunum og var með 22 stig í kvöld.

 

Höttur 118-58 ÍA

Einn leikur fór fram í 1. deild þar sem Höttur fór ansi illa með ÍA. Aaron Moss smellti í aðra þrennu með 23 stig, 16 fráköst og 12 stoðsendingar. Einnig var Ragnar Gerald með 34 stig sem er persónulegt met í meistaraflokki. Höttur fer vel af stað og hefur sigrað alla leiki sína í 1. deildinni.

Fréttir
- Auglýsing -