spot_img
HomeNeðri deildir2. deild karlaSjö leikmenn til liðs við Ármann

Sjö leikmenn til liðs við Ármann

Ármann heldur áfram að styrkja lið sitt fyrir komandi leiktíð í 2. deild karla. Sjö leikmenn hafa gengið til liðs við liðið á síðustu dögum, þar á meðal Aron Ingi Hinriksson sem var í liði Snæfells sem dróg sig úr 1. deild karla á dögunum.

Leikmennirnir sem um ræðir eru:

Aron Ingi Hinriksson er tvítugur bakvörður sem kemur frá Snæfell þar sem hann var með 10,2 stig og 2,5 fráköst að meðaltali í 22 leikjum á síðustu leiktíð í 1. deild karla.

Viktor Brimir Ásmundsson kemur einnig frá liðið Snæfells en hann er 18. ára bakvörður sem leikið hefur með Hólmurum í 1. deild síðustu ár.

Micheal Walcott Jr. er 31. árs framherji sem kemur frá Bandaríkjunum. Hann lék með Phoenix Collage Bears háskólanum í Bandaríkjunum.

Jóhann Jakob Friðriksson er 26. ára miðherji sem endurnýjar ný kynni sín við Ármann eftir að hafa leikið með Vestra og Vestra B síðustu ár. Hann var með 12 stig og 8 fráköst með Ármann síðast er hann lék með liðinu í 1. deild karla árið 2017.

Earlden Minasalvas er 32. ára bakvörður sem lék með Northern Iloilo College í Filipseyjum. Hann hefur getið sér gott orð í 3×3 körfubolta þar í landi.

Tómas Andri Bjartsson er 21. árs framherji sem kemur frá KV. Hann er uppalinn hjá KR og hefur einnig leikið með liði KV í 2. deildinni síðustu ár.

Jakob Breki Ingason er 22. ára framherji sem kemur frá Breiðablik. Hann er uppalinn hjá Snæfell en hefur einnig leikið með KR síðustu ár.

Fyrir stuttu var tilkynnt að þeir Guðjón Hlynur Sigurðarson og Júlíus Þór Árnason væru snúnir aftur til liðs við Ármann, það er því nánast nýtt lið sem mætir til leiks fyrir félagið í 2. deildinni þetta tímabilið.

Næsti leikur Ármanns er gegn liði Fjölnis B sem fer fram í Laugardalshöllinni föstudaginn 2. október kl 18:15.

Fréttir
- Auglýsing -