Ármann er þessa dagana á fullu að safna liði fyrir komandi átök í 2. deild karla. Tveir uppaldir Ármenningar hafa nú ákveðið að snúa aftur á heimahagana og leika með uppeldisfélaginu á komandi leiktíð.

Guðjón Hlynur Sigurðarson er 21. árs bakvörður sem kemur frá Álftanesi þar sem hann lék á síðustu leiktíð auk þess að vera á venslasamning hjá ÍA. Hann hefur einnig leikið með Breiðablik auk Ármanns.

Júlíus Þór Árnason er einnig 21. árs og kemur frá ÍR auk þess sem hann lék með Stálúlfi. Hann hefur einnig leikið með Breiðablik en hann ásamt Guðjóni voru hluti af sterkum unglingaflokki liðsins.

Fleiri tíðindi af leikmannamálum Ármanns eru væntanleg en liðið ætlar sér stóra hluti í 2. deildinni í vetur, þar sem byggt er upp á ungum og efnilegum leikmönnum. Þjálfari verður Karl Höskuldur Guðlaugsson en honum til aðstoðar verður Ólafur Þór Jónsson. Fyrsti leikur liðsins verður gegn liði Fjölni B.