Nýliðar Ármanns gerðu sér lítið fyrir og unnu sinn annan leik í röð er þeir lögðu Fjölni að velli í kvöld eftir framlengdan leik í fyrstu deild karla, 112-110.
Ármann því unnið fyrstu tvo leiki tímabilsins og eru líkt og Álftanes, Sindri og Selfoss í efsta sætinu með 4 stig.
Líkt og tölurnar gefa til kynna var leiku kvöldsins nokkuð spennandi, en hér fyrir neðan má sjá körfuna sem reið baggamuninn. Kristófer Már Gíslason leikmaður Ármanns stelur boltanum af leikmanni Fjölnis þegar 8 sekúndur eru eftir í stöðunni 110-110, kemur honum Austin Bracey sem gefur glæsilega sendingu á Egil Jón Agnarsson sem skorar lokakörfuna og tryggir þar með sínum mönnum tveggja stiga sigur, 112-110.