spot_img
HomeFréttirSixers unnu mótið í Köln

Sixers unnu mótið í Köln

12:35

{mosimage}
(Allen Iverson var stigahæstur í Köln í gær)

Philadelphia 76ers enduðu sem sigurvegarar á æfingarmótinu í Köln. Þeir lögðu, Evrópumeistara, CSKA að velli 85-71 þar sem Allen Iverson var stigahæstur með 28 hjá sigurvegurunum. Hjá CSKA voru þrír leikmenn stigahæstur með 11 stig, Trajan Langdon, Matjaz Smodis og David Andersen. Þar með er æfingarleikjum milli NBA- og Euroleagueliða lokið að sinni.

Philadelphia var sterkari allan tímann og leiddu mest allan leikinn. CSKA komst yfir í 2. leikhluta en Philadelphia svaraði með sterku áhlaupi, 24-6, og eftir það létu þeir ekki forystuna af hendi.

{mosimage}
(Allen Iverson í traffík)

Í leiknum um 3. sætið vann Phoenix Maccabi Tel Aviv 119-102. Hjá Phoenix var Leoandro Barbosa með 27 stig af bekknum og hjá Maccabi var Will Bynum með 20 stig.

{mosimage}
(Will Bynum lék áður í NBA, er nú með Maccabi Tel Aviv)

myndir: euroleague.net

Stebbi@karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -