spot_img
HomeFréttirSixers tapa fyrir Barcelona

Sixers tapa fyrir Barcelona

10:19

Philadelphia 76’ers töpuðu í gær 104-99 fyrir Winterthur FC Barcelona, sem er hluti af Evróputúr margra annarra NBA liða. Er þetta aðeins í þriðja skipti í sögunni sem að útlenskt lið sigrar NBA lið og í fyrsta skipti í sögunni sem að NBA lið tapar í Evrópu.

 

 

 

{mosimage}

 

 

 

 

Sixers hafa verið að æfa í Barcelona síðan í lok september. Hefur verið mjög mikið fjallað um liðið á Spáni og eru leikmennirnir hundeltir af ljósmyndurum. Hafa þeir verið að æfa vörnina stíft en sóknina lítið. Greinilega þurfa þeir að æfa sig aðeins betur en staðreyndin var sú að þeir klúðruðu yfir 20 vítaskotum og töpuðu boltanum álíka oft.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í lok tímabilsins í fyrra gáfu stjórnarmenn og þjálfarar Sixers út þá yfirlýsingu að vörnin væri það sem væri að klikka hjá þeim en Sixers komust ekki í úrslitakeppnina í fyrra í annað skipti á þremur árum.  Menn sjá greinilega nú að bilið á milli NBA liða og Evrópuliða er alltaf að minnka og yfirburðir NBA deildarinnar eru ekki miklir. Eins og fólk sá í sumar þegar Bandaríkin töpuðu gegn grikkjum í undanúrslitum heimsmeistaramótsins. 

Greinilega þurfa Sixers að fara að æfa vítaskotin en þeir hefðu sigrað leikinn hefðu þeir ekki skotið 54% af línunni. Þeir hafa til 1. nóvember að laga þessa hluti en þá byrjar NBA deildin á fullu og alvaran hefst.

 

 

Iverson ekki glaður að sjá í lok leiksins 

 Arnar Freyr Magnússon

Fréttir
- Auglýsing -