spot_img
HomeFréttirSinisa Bilic í Smárann

Sinisa Bilic í Smárann

Nýliðar Breiðabliks hafa samið við Sinisa Bilic um að leika með liðinu á komandi tímabili í úrvalsdeild karla. Sinisa kemur til liðsins frá Val , en áður hefur hann einnig leikið með Tindastól í efstu deild á Íslandi. Í 25 leikjum með Val á síðasta tímabili skilaði hann 13 stigum, 5 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Þá tilkynnti félagið einnig að þeir hefðu samið við þá Danero Thomas og Everage Richardson frá ÍR, en fregnir af því voru fyrst birtar á Körfunni í lok júní.

Tilkynning:

Breiðablik hefur samið við Sinisa Bilic um að leika með liðinu á næsta tímabili.
Sinisa þarf vart að kynna fyrir íslenskum körfuboltaunnendum en hann hefur leikið á Íslandi síðustu tvö tímabil, með Tindastól og Val. Sinisa er fjölhæfur leikmaður sem kemur með mikla reynslu inn í lið Breiðabliks, en liðið vann sæti í efstu deild síðastliðið vor.

Fréttir
- Auglýsing -