Nýliðar Breiðabliks í efstu deild karla munu semja við Danero Thomas um að leika með liðinu á komandi tímabili samkvæmt heimildum Körfunnar. Danero er 35 ára framherji sem kemur til liðsins frá ÍR, en þar skilaði hann 11 stigum, 4 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik á síðasta tímabili. Áður hefur Danero leikið með fjölmörgum liðum á Íslandi, Þór Akureyri, Fjölni, KR, Tindastól, Hamri og Val. Þá hefur hann einnig verið hluti af íslenska landsliðinu.