spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaSigurganga Þórs heldur áfram - Kjöldrógu ÍR í Höllinni á Akureyri

Sigurganga Þórs heldur áfram – Kjöldrógu ÍR í Höllinni á Akureyri

ÍR mætti til Akureyrar þar sem Þórsarar tóku á móti þeim í Höllinni. Þórsarar mættu flestir vel stemmdir í leikinn. Ingvi er ekki orðinn leikfær eftir höfuðhögg og Ivan spilaði einungis tæpar sex mínútur þar sem hann átti við einhverja magakveisu að stríða. Það kom ekki að sök þar sem Þórsarar unnu að lokum öruggan 107-84 sigur.

Heimamenn byrjuðu leikinn stórkostlega settu niður fyrstu fjóra þristana sína en ÍR reyndu að svara en ekkert gekk. Staðan var orðin 13-0 þegar ÍR tóku leikhlé. Gestirnir vöknuðu þá heldur betur til lífsins. Þeir skiptu yfir í svæðisvörn sem Þór áttu í miklum vandræðum með og þegar fyrsta leikhluta lauk var staðan orðin 24-21 heimamönnum í vil. Heimamenn komu af gríðarlegum krafti inní annan leikhluta, Dedrick Basil kveikti í húsinu með tveimur þristum í röð. Þór voru mest með 18 stiga forystu en ÍR-ingar lifnuðu aðeins við og minnkuðu muninn niður í 8 stig þegar Bjarki tók leikhlé. Þá tóku Þórsarar við sér og voru yfir að fyrri hálfleik loknum 58-42.

Í þriðja leikhluta buðu Þórsarar uppá skotsýningu! Með Dedrick Basile og Srdan Stojanovic í fararbroddi. Þegar þriðja leikhluta lauk var Srdan búinn að setja niður sjö þrista og Dedrick átta þar á meðal þegar leikhlutinn var að renna út setti hann niður langan þrist. 88-64 var staðan eftir þriðja leikhluta. Það var ljóst í upphafi fjórða leikhluta að úrslitin voru ráðin. Þórsarar reyndu að mjólka klukkuna eins og þeir gátu, ÍR nældu sér í tvær tækni villur, fannst dómgæslan eitthvað gegn sér. Á endanum fóru Þórsarar með sigur af hólmi 107-84.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Palli Jóh)

Umfjöllun, viðtöl / Jóhann Þór Hólmgrímsson

Fréttir
- Auglýsing -