Þrír leikir fóru fram í dag í milliriðlum á Evrópumeistaramóti karla í Póllandi. Sigurganga Frakka hélt áfram og unnu þeir sinn fimmta sigur í röð á mótinu með 87-79 sigri gegn Króötum. Þá töpuðu Grikkir sínum fyrsta leik á mótinu er þeir lágu gegn Rússum 65-68. Fyrr í dag áttust svo við Makedónar og Þjóðverjar þar sem þeir fyrrnefndu fóru með 86-75 sigur af hólmi.
Tony Parker átti glimrandi góðan leik fyrir Frakka í kvöld með 24 stig, 6 stoðsendingar og 6 fráköst en í liði Króata var Marko Popovic með 30 stig. Viðureign Grikkja og Rússa var mikill slagur en Rússar reyndust sterkari á endasprettinum þar sem Kelly McCarty gerði 17 stig og tók 9 fráköst fyrir Rússana. Hjá Grikkjum var miðherjinn þéttvaxni Sofoklis Schortsanitis með 13 stig og 5 fráköst.
Texti: Jón Björn Ólafsson, [email protected]
Mynd: FIBA Europe