spot_img
HomeFréttirSigurður Þorsteinsson: Við fórum að spila eins og menn

Sigurður Þorsteinsson: Við fórum að spila eins og menn

23:10

{mosimage}

Sigurður Þorsteinsson, hinn ungi miðherji Keflavíkur, var nokkuð kátur í leikslok eftir leik Hauka og Keflavíkur í gærkvöldi en Keflavík hafði tapað tveimur leikjum í röð áður en þeir unnu Hauka.

Hann sagði að þó menn hafi ekki orðið stressaðir eftir tvo tapleiki í röð var gott að vinna. ,,Það var svolítill léttir að vinna þennan leik eftir tvo tapleiki en við vorum einfaldlega lélegir í þeim.”

Í leiknum gegn Haukum þá stungu Keflvíkingar Hauka af í seinni hálfleik og Sigurður var með svör af hverju það var. ,,Við forum að spila eins og menn. Spila körfubolta og spila vörn.”

Sigurður spilaði ágætlega gegn Haukum en hann skoraði 6 stig, tók 5 fráköst og varði 1 skot.

mynd: Snorri Örn Aðalsteinsson

Stebbi@karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -