{mosimage}
Landsliðsmaðurinn Sigurður Þorvaldsson mun leika með Snæfell á næstu leiktíð í Iceland Express deild karla. Sigurður er nýkominn heim frá Hollandi þar sem hann lék á síðustu leiktíð með WoonAris!
Sigurður hefur ekki enn undirritað samning við félagið en samningnum var handsalað og í viðtali við Fréttablaðið í dag sagði Sigurður að skrifað yrði undir samninginn á næstu dögum.
Sigurður lék með Snæfellingum áður en hann hélt erlendis í atvinnumennskuna en er nú kominn heim og á von á sínu fyrsta barni með körfuknattleikskonunni Öldu Leif Jónsdóttur sem fer með Sigurði í Hólminn.