Sigurður Elvar Þórólfsson er nýr þjálfari ÍA í 1. deild karla. Terrance Watson sem var spilandi þjálfari liðsins á síðasta tímabili kemur ekki aftur til liðsins og hefur Sigurður Elvar verið ráðinn í brúnna.
Sigurður Elvar kom inn í Skagaliðið á seinni stigum síðustu leiktíðar og stýrði gulum af bekknum þar sem Watson var innan vallar. Fóru þeir félagar alla leið í oddaleik með ÍA gegn Skallagrím í baráttunni um laust sæti í úrvalsdeild þar sem Bornesingar höfðu á endanum betur.
ÍA var óneitanlega spútnikklið 1. deildar á síðasta tímabili og verður fróðlegt að fylgjast með framgangi þeirra á komandi vertíð.