spot_img
HomeFréttirSigur Svíþjóðar tryggði hreinan úrslitaleik í kvöld

Sigur Svíþjóðar tryggði hreinan úrslitaleik í kvöld

Svíþjóð náði að vinna leik á æfingamóti U-20 landsliða karla sem fram fer í Reykjavík þessa dagana. Svíþjóð sem hafði áður tapað gegn Íslandi og Finnlandi mætti Ísrael í dag sem átti mögulega á sigri á mótinu með sigri en Ísland hefði einnig þurft að sigra sinn leik. 

 

Svíar voru hreinlega mun betri í leiknum. Þeir voru eina liðið á vellinum í fyrri hálfleik og voru komnir í tólf stiga forystu strax í hálfleik og allt leit út fyrir öruggan sigur Svíþjóðar. 

 

Ísrael er hinsvegar ofboðslega sterkt lið sem tókst að koma til baka með frábæru áhlaupi í fjórða leikhluta. Á tíma leit út fyrir að endurkoman yrði fullkomin en sænska seiglan hafði þó sigur að lokum með stórum skotum. Lokastaðan 74-67 fyrir Svíþjóð. 

 

Sigur Svíþjóðar þýðir að lokaleikur mótsins á milli Finnlands og Íslands er hreinn úrslitaleikur um sigur á mótinu. Leikurinn hefst kl 20:00 í Laugardalshöllinni og hvetjum við alla til að kíkja við á þann leik. Fyrir þá sem ekki komast þá er leikurinn í beinni útsendingu á SportTv.is. 

 

Tölfræði leiksins

 

Myndasafn leiksins (Ólafur Þór Jónsson) – Væntanlegt

 

Staðan á æfingamótinu

Fréttir
- Auglýsing -