21:22
{mosimage}
(Jóhann Árni Ólafsson)
Proveo Merlins hafði öruggan 79-61 sigur í sínum fyrsta deildarleik á föstudag þegar þeir mættu Franken Hexer í þýsku Pro B deildinni. Njarðvíkingurinn Jóhann Árni Ólafsson átti góðan leik með Merlins en hann gerði 24 stig í leiknum og tók 5 fráköst á þeim tæpu 30 mínútum sem hann lék í leiknum.
Merlins mættu svo Telemotive Munchen á útivelli í kvöld og máttu sætta sig við 92-81 ósigur. Jóhann lék í tæpar 23 mínútur hjá Merlins og gerði 5 stig í leiknum og tók tvö fráköst en hann hitti aðeins úr einu af sex þriggja stiga skotum sínum í leiknum.
Proveo Merlins eru því í 5. sæti deildarinnar með einn sigur og einn ósigur. Næsti leikur liðsins í deildinni er laugardaginn 11. október þegar Merlins taka á móti RSV Eintracht Stahnsdorf.