16:27
{mosimage}
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta sigraði lið Andorra í fyrsta leik sínum á Smáþjóðaleikunum í Mónakó í dag. Strákarnir fóru hægt af stað en leiddu þó í hálfleik 47-42. Síðari hálfleikurinn var svo mun betri hjá íslenska liðinu og lokatölur leiksins urðu 94-65 fyrir Ísland.
Sigurður Ingimundarson, þjálfari liðsins, sagði eftir leikinn að liðið hefði átt við ákveðna byrjunarörðugleika að stríða í fyrri hálfleik. Þetta var svo rætt í hálfleik og strákarnir komu mun ákveðnari inn í seinni hálfleikinn. Sigurður var ánægður með leik liðsins í síðari hálfleiknum og þá sérstaklega varnarleikinn. Hann sagði að það væri eðlilegt að liðið hefði þurft að stilla saman strengi í fyrri hálfleiknum. Sigurður var sérstaklega ánægður með nýliðana í landsliðshópnum, þá Brynjar Þór Björnsson, Jóhann Árna Ólafsson, Hörð Axel Vilhjálmsson og Þorleif Ólafsson en þeir nýttu mínúturnar sínar mjög vel í dag.
Sigurður sagði að nú þegar fyrsti leikurinn væri búinn hæfist undirbúningur fyrir leikinn á morgun gegn Lúxemburg. Það er ljóst að sá leikur verður erfiðari og að við verðum að mæta einbeittari í þann leik. Íslenska liðið er vel stemmt fyrir leikinn á morgun en mínúturnar skiptust vel á milli leikmanna í dag. Ísland lék gegn Lúxemburg seinasta haust og sigraði þá nokkuð örugglega 98-76.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og kona hans, Dorrit Mousaieff fylgdust með leiknum í dag. Þau hafa verið dugleg að fylgjast með hinum ýmsu atburðum á Smáþjóðaleikunum.
Stigaskor íslenska liðsins:
Brenton Birmingham 17
Páll Axel Vilbergsson 15
Helgi Már Magnússon 15 stoðsendingar
Logi Gunnarsson 12
Friðrik Stefánsson 10
Hreggviður Magnússon 7
Brynjar Þór Björnsson 6
Kristinn Jónasson 5
Þorleifur Ólafsson 4
Magnús Þór Gunnarsson 3