09:37
{mosimage}
(Helena Sverrisdóttir)
Helena Sverrisdóttir og félagar í bandaríska háskólaliðinu TCU unnu um helgina góðan sigur á liði Utah í sínum síðasta leik í Mountain West riðlakeppninni. Leikurinn fór fram á heimavelli TCU í Daniel Meyer-Coliseum þar sem TCU fór með 53-47 sigur af hólmi. Með sigrinum hafnaði TCU í 3. sæti Moutain West riðilsins.
Helena átti magnaðan dag í liði TCU með 20 stig, 10 fráköst, 4 stolna bolta og 2 stoðsendingar á þeim 38 mínútum sem hún lék í leiknum.
Næst á dagskrá er úrslitakeppni í Mountain West riðlinum þar sem TCU mun leika á miðvikudag við sigurvegarana úr viðureign BYU og UNLV. San Diego State skólinn og Utah skólinn komust beint inn í undanúrslit riðilsins. Hafi TCU sigur á miðvikudag gegn annað hvort BYU eða UNLV þá mæta Helena og vinkonur San Diego State skólanum í undanúrslitaviðureign á föstudag. Álagið er mikið því úrslitaleikurinn fer svo fram á laugardag.