spot_img
HomeFréttirSigur hjá Sundsvall en Solna lá úti

Sigur hjá Sundsvall en Solna lá úti

 
Þrír leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í kvöld þar sem Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Bæringsson unnu góðan sigur með Sundsvall en Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings máttu sætta sig við ósigur á útivelli. 
Sundsvall tók á móti 08 Stockholm HR og lagði gesti sína 89-79. Hlynur var ekki í liði Sundsvall í kvöld, hann hefur verið að glíma við meiðsli undanfarið en Jakob Örn var mættur til leiks og smellti niður 20 stigum fyrir sína menn á tæpum 38 mínútum. Jakob var einnig með 4 fráköst, 2 stolna bolta og 1 stoðsendingu.
 
Solna lá 79-63 gegn Södertalje Kings á útivelli. Logi gerði 11 stig í leiknum og gaf 5 stoðsendingar á 34 mínútum en þetta var fyrsti leikur Loga í vetur með Solna þar sem hann er ekki stigahæstur!
 
Fréttir
- Auglýsing -