spot_img
HomeFréttirSigur hjá Loga og ToPo

Sigur hjá Loga og ToPo

22:03

{mosimage}

Logi Gunnarsson var stigahæstur ToPo (13-9) manna í kvöld þegar liðið tók á móti KTP Basket sem er í þriðja sæti deildarinnar og sigraði 77-75 eftir æsispennandi lokamínútur.

KTP Basket leiddi með 3 stigum þegar 1 mínúta var eftir en 5 stig ToPo mann gegn engu stigi KTP manna. KTP leiddi stærstan hluta leiksins og í lok þriðja leikhluta höfðu þeir 9 stiga forskot. Logi var stigahæstur sem fyrr segir og skoraði 26 stig. ToPo er nú í fjórða sæti deildarinnar.

Tölfræði

Samkvæmt Eurobasket.com var svo þremur bandarískum leikmönnum ToPo sagt upp störfum að leik loknum en það er þeim Todd Okeson, William Coley sem lék með Fjölni fyrir 2 tímabilum og JD Collins

runar@karfan.is

Mynd: Tuomas Venhola

Fréttir
- Auglýsing -