22:03
{mosimage}
Logi Gunnarsson var stigahæstur ToPo (13-9) manna í kvöld þegar liðið tók á móti KTP Basket sem er í þriðja sæti deildarinnar og sigraði 77-75 eftir æsispennandi lokamínútur.
KTP Basket leiddi með 3 stigum þegar 1 mínúta var eftir en 5 stig ToPo mann gegn engu stigi KTP manna. KTP leiddi stærstan hluta leiksins og í lok þriðja leikhluta höfðu þeir 9 stiga forskot. Logi var stigahæstur sem fyrr segir og skoraði 26 stig. ToPo er nú í fjórða sæti deildarinnar.
Samkvæmt Eurobasket.com var svo þremur bandarískum leikmönnum ToPo sagt upp störfum að leik loknum en það er þeim Todd Okeson, William Coley sem lék með Fjölni fyrir 2 tímabilum og JD Collins
Mynd: Tuomas Venhola