spot_img
HomeFréttirSigrún: Erum tilbúnar að leggja okkur fram

Sigrún: Erum tilbúnar að leggja okkur fram

Ísland tekur á morgun kl. 16:00 á móti Slóvakíu í undankeppni Evrópumótsins 2019. Leikurinn sá fyrri af tveimur, en komandi miðvikudag verður Bosnía í heimsókn í Laugardalshöllinni.

Staða liðsins í mótinu

Leikirnir tveir síðustu liðsins í riðlinum, en fyrir þá á það ekki möguleika á að komast áfram. Ívar Ásgrímsson kynnti lið sitt fyrir leikina tvo fyrir um viku síðan, en í hópnum verða tveir nýliðar.

Karfan spjallaði við einn reynslumesta leikmann liðsins, Borgfirðinginn Sigrúnu Sjöfn Ámundadóttur um leikina tvo og liðið.

Hvernig líst þér á komandi leiki fyrir liðið?

“Mér líst mjög vel á komandi leiki fyrir liðið, það er alltaf gaman að koma saman með landsliðinu og hitta allar stelpurnar. Þetta eru tveir krefjandi leikir en samt sem áður höfum við verið að stríða þessum liðum, sérstaklega á heimavelli svo ég er full tilhlökkunar”

Hvernig er hópurinn að koma saman?

“Hópurinn er að koma vel saman. Við erum reyndar ekki buín að fá mikinn tíma til að æfa saman en við höfum náð góðum æfingum og farið vel yfir bæði okkar leik og andstæðinganna”

Hverjir eru helstu styrkleikar/veikleikar þessa liðs?

“Veikleikinn er sá að við erum mjög lágvaxnar og verður erfitt að kljást við þessi lið inni í teig. En aftur á móti vegur styrkleikinn það svolítið upp þar sem við þekkjumst allar innbyrðis og erum tilbúnar að leggja okkur fram, hjálpast að og berjast saman inni á vellinum”

Hverjir eru möguleikar liðsins að vinna?

“Að sjálfsögðu eru þetta mjög sterk lið sem við erum að spila á móti, en með mikilli baráttu, góðri vörn og skipulögðum sóknarleik eigum við möguleika á að ná í sigur. Það hjálpar líka mikið til að fá góðan stuðning úr stúkunni sem gefur okkur auka kraft inn á völlinn”

Fréttir
- Auglýsing -