spot_img
HomeFréttirSigrún Björg semur við Fjölni

Sigrún Björg semur við Fjölni

Nýliðar Fjölnis hafa samið við Sigrúnu Björgu Ólafsdóttur um að leika með liðinu á yfirstandandi tímabili í Dominos deild kvenna.

Sigrún Björg kemur til liðsins frá Chattanooga Mocs í bandaríska háskólaboltanum, þar sem hún hefur verið í stóru hlutverki í vetur. Á Íslandi hefur hún áður aðeins leikið með uppeldisfélagi sínu Haukum í Hafnarfirði, en þar skilaði hún 7 stigum, 3 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik tímabilið 2019-20.

Tilkynning:

Það er okkur mikil ánægja að tilkynna að að mikill liðstyrkur hefur borist í meistaraflokk kvenna þar sem Sigrún Björg Ólafsdóttir hefur ákveðið að ganga til liðs við Fjölni út þetta tímabil.


Sigrún mun mæta til leiks eftir að hennar tímabili líkur erlendis en hún spilar í dag fyrir Chattanooga Mocs í háskólaboltanum í Bandaríkjunum.
Þrátt fyrir ungan aldur á Sigrún að baki 7 A-landsliðsleiki fyrir Ísland ásamt fjölda af yngri landsliðsleikjum. Sigrún var einnig með mjög stórt hlutverk í Íslandsmeistaraliði Hauka árið 2018.


Við bjóðum Sigrúnu velkomna í Grafarvoginn og hlökkum til að sjá hana á parketinu á allra næstu vikum.

Fréttir
- Auglýsing -