spot_img
HomeFréttirSigrar hjá Boston og Lakers

Sigrar hjá Boston og Lakers

{mosimage}07:04:36

LA Lakers og Boston Celtics unnu bæði leiki sína í NBA í nótt. Lakers lögðu Milwaukee Bucks, 98-104, og bundu þannig enda á tveggja leikja taphrinu, en Boston vann Charlotte Bobcats, 111-109, í tvíframlengdum háspennuleik.
Ray Allen var hetja sinna manna í tvígang þar sem hann jafnaði leikinn gegn Bobcats undir lok venjulegs leiktíma og tryggði síðan sigurinn með 3ja stiga körfu 2 sek fyrir leikslok.

Með sigrinum komust Boston upp í annað sætið í austrinu, upp fyrir Orlando Magic, sem töpuðu fyrir Toronto í nótt.
Lakers eru eflaust fegnir að hafa náð sigri í nótt því að þeir höfðu tapað tveimur í röð og með þessum sigri lauk erfiðri útileikjahrinu og eiga fimm af sjö leikjum eftir heima í LA.
Leikurinn var ansi jafn lengst af og leiddu Bucks m.a. í upphafi fjórða leikhluta, en Lakers tóku þá 11-2 rispu sem gerði út um leikinn.
Loks má geta þess að bakvörðurinn Kevin Martin átti stórleik fyrir Sacramento Kings í nótt. Hann gerði 50 stig í framlengdum leik gegn Golden State, en það dugði þó ekki til sigurs því Golden State vann á endanum, 143-141.
Hér eru úrslit næturinnar:
Toronto 99
Orlando 95
Detroit 98
New Jersey 111
Charlotte 109
Boston 111
LA Lakers 104
Milwaukee 98
Washington 107
Memphis 112
Miami 96
Dallas 98
Houston 109
Phoenix 114
New Orleans 104
LA Clippers 98
Sacramento 141
Golden State 143

Tölfræði leikjanna

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -