spot_img
HomeFréttirSigmundur dæmdi spennuleik í Frakklandi

Sigmundur dæmdi spennuleik í Frakklandi

15:25

{mosimage}

Sigmundur Már Herbertsson dæmdi í gærkvöldi seinni leik franska liðsins ESB Lille Metropole og rússneska liðsins Nadezhda í 16 liða úrslitum FIBAEuroCup kvenna.

Rússneska liðið sigraði fyrri leikinn með þremur stigum og þegar í lok leiksins í gær leiddu heimstúlkur í Lille með 1 stigi, 61-60, og fengu opið þriggja stiga skot í blálokin sem klikkaði og því fara þær rússnesku áfram. 

Sigmundur átti fínan leik en hann dæmdi með Belganum Vincent Delestrée.

[email protected]

Mynd: Gunnar Freyr Steinsson [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -