10:08
{mosimage}
Sigmar Logi Björnsson, skrifaði í gærkvöldi undir samning við Tindastól, en hann hefur veirð búsettur í Kanada undanfarin ár en einnig leikið með Breiðablik hér á Íslandi.
Sigmar á rætur sínar að rekja í Skagafjörð, hann er sonur Björns Sigtryggssonar og Guðrúnar Erlu Sigmarsdóttur, en þau hafa verið búsett í Kanda síðustu árin. Björn gerði garðinn frægan með Tindastól á árunum 1988 – 1992 og lék þá 72 leiki með liðinu í úrvalsdeild.
Sigmar á 13 landsleiki með yngri landsliðum Íslands og er einn af efnilegri ungu leikmönnum landsins á sínum aldri, en hann er nýorðinn 19 ára gamall. Hann getur bæði spilað stöður leikstjórnanda og skotbakvarðar.
Mynd: www.kki.is