spot_img
HomeFréttirSiggi Haff. iðar í skinninu

Siggi Haff. iðar í skinninu

Laugvetningurinn knái, Sigurður Hafþórsson, iðar nú í skinninu að geta byrjað að æfa á nýjan leik. Hann gekk aftur til liðs við FSu frá KFÍ um áramótin síðustu og lék með liðinu fram á vorið.
 
Siggi var búinn að æfa eins og óður maður í allt sumar en varð fyrir því óláni þegar liðið var rétt byrjað saman í haust að brjóta bein í fæti. Hann er nú í gifsi upp undir hné og þarf að sitja á pöllunum og fylgjast með félögum sínum hamast úti á parketinu. Í stuttu samtali við körfuna.is kvaðst hann vera ánægður með það sem hann hefur séð til nýja þjálfarans hjá FSu og hlakkar til að byrja að æfa, sem hann vonast til að geti orðið fljótlega í nóvember.
 
 
Vonir standa til að bandarískur leikmaður komi fljótlega til liðsins og þegar Siggi Haff verður orðinn klár verður hópurinn orðinn mjög þéttur.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -