spot_img
HomeFréttirSíðustu Evrópuleikir Suðurnesjaliðanna

Síðustu Evrópuleikir Suðurnesjaliðanna

17:27 

{mosimage}

Njarðvík og Keflavík leika sína síðustu leiki í riðlakeppninni í Evrópukeppni karla í kvöld. Keflvíkingar mæta Holmen Norrköping frá Svíþjóð og Njarðvíkingar mæta eistneska liðinu Tartu Rock. 

Hvorugt liðið á möguleika á því að komast upp úr riðlakeppninni. Njarðvíkingar hafa tapað öllum leikjum sínum til þessa en Keflvíkingar hafa aðeins unnið einn leik. 

Þá verður einn leikur í 1. deild karla í kvöld þegar Stjarnan tekur á móti Ármanni/Þrótti í Ásgarði kl. 20:30. 

Mynd: www.vf.is Jeb Ivey gerir atlögu að körfunni

Fréttir
- Auglýsing -