spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaSianni Amari í þriggja leikja bann

Sianni Amari í þriggja leikja bann

Leikmaður Snæfells í fyrstu deild kvenna Sianni Amari Martin hefur verið dæmd í þriggja leikja bann fyrir háttsemi sína í leik gegn Þór Akureyri fyrr í mánuðinum.

Munar það um minna fyrir Snæfell en Sianni hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar það sem af er tímabili með 36 stig, 7 fráköst og 3 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Snæfell er sem stendur í 4. sæti deildarinnar með 12 stig, en næstu þrír leikir þeirra eru í dag 22. janúar gegn Stjörnunni, 25. janúar gegn KR (frestaður leikur) og 29. janúar gegn Tindastól.

Agamál 44/2021-2022

Með vísan til ákvæðis d. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hin kærða, Sianni Amari Martin, leikmaður Snæfells, sæta þriggja leikja banni vegna háttsemi sinnar í leik Snæfells og Þórs Akureyrar í mfl. 1. deild kvk., sem leikinn var þann 8. janúar 2022.

Fréttir
- Auglýsing -