spot_img
HomeFréttirShaun Livingston semur við Golden State Warriors

Shaun Livingston semur við Golden State Warriors

Shaun Livingston, sem lék með Brooklyn Nets á síðustu leiktíð, var með lausan samning og hefur nú samið við Golden State Warriors til þriggja ára fyrir $16 milljónir. Ótrúleg endurkoma þessa drengs í NBA deildinni eftir ein hræðilegustu hnémeiðsl sem náðst hafa á myndband.
 
Árið 2007 var Livingston á nýliðasamningi sínum hjá Los Angeles Clippers og ungur leikmaður á uppleið. Í leik gegn Charlotte Bobcats lenti hann illa á vinstra fæti og leggurinn fyrir neðan hné small til hliðar undan honum. Þetta voru eins ljót meiðsli og hugsast getur. Þeir sem hafa magann í það geta séð þetta á YouTube.
 
Livingston sleit bæði krossböndin í vinstra hnénu, annað hliðarliðbandið og tognaði illa á hinu, reif liðþófann illa auk þess sem hann fór úr hnjálið og hnéskelin losnaði. Hann, í örfáum orðum, SPRENGDI UPP á sér hnéið. Hnéið var svo illa leikið að læknar íhuguðu á tímabili að aflima hann.
 
Það tók Livingston margra mánaða endurhæfingu til þess eins að geta gengið aftur og eftir hálft annað ár var hann kominn í körfuboltabúninginn aftur.
 
Livingston átti ekki sjö dagana sæla eftir endurkomu sína í deildina. Var skiptimynt í hinum og þessum skiptidílum og hafði spilað fyrir átta lið á átta árum í lok tímabilsins 2013.
 
Jason Kidd þáverandi þjálfari Brooklyn Nets hafði mikla trú á honum og óskaði sérstaklega eftir því að samið yrði við hann til eins árs fyrir síðustu leiktíð. Í upphafi kom hann af bekknum en var kominn í byrjunarliðið á seinni hluta leiktíðarinnar. Hnéið á honum er ekki angra hann í dag meira en svo að hann hamraði niður 50 troðslum á síðustu leiktíð, sem er mest á ferlinum hans.
 
Livingston skilaði sínu besta PER á ferlinum með Nets með 14,5 og einnig í Win Shares 4,4. Áhrif hans á varnarleik liðsins er bókfærður í þeirri staðreynd að andstæðingar Nets skoruðu 8,5 stigum minna per 100 sóknir á meðan hann var inni á vellinum.
 
Steve Kerr og félagar í Warriors klókir að næla í þennan magnaða leikmann.
 
Fréttir
- Auglýsing -