20:25
{mosimage}
(Shaq Diesel: Eitt plötuumslaga miðherjans heimsþekkta)
Það eru ekki eintóm leikjaúrslit og góð tilþrif í NBA deildinni því kapparnir sem deildina skipa kunna líka að skemmta sér. Nýverið fór myndbandsupptaka á veraldarvefinn þar sem tröllið Shaquille O´Neal ,,battlar” yfir fyrrum liðsfélaga sinn Kobe Bryant. ,,Battl” er rímnastríð millum tveggja rappara á sviðið en Kobe var ekki staddur til að svara fyrir sig. Fram kemur í ,,freestyle” hjá Shaq að Kobe geti ekki unnið NBA titilinn án hans og segir tröllið: “Kobe couldn’t do without me”
Saman unnu þeir Kobe Bryant og Sahq þrjá NBA meistaratitla í röð árin 2000-2002 en Bryant hefur aldrei orðið NBA meistari nema með Shaq. ,,Ég var að gera freestyle og það er allt og sumt. Þetta var alls ekkert alvarlegt og það er það sem við MC-arnir gerum þegar okkur er réttur hljóðnemi. Við látum lausan tauminn. Það er allt í blíðu á milli mín og Kobe,” sagði Shaq aðspurður um málið.
“You know how I be,” rappaði Shaq. “Last week Kobe couldn’t do without me.”
Shaquille O´Neal sem hefur tekið upp sjö plötur hingað til lét ekki við sitja að skjóta á Kobe í rímnaflæði sínu heldur gerði hann einnig meistarahringaþurrð Patrick Ewing að gamanmáli.
Smellið hér til að nálgast video þegar Shaq lætur Kobe heyra það!