spot_img
HomeFréttirSex leikmenn skrifa undir í Stykkishólmi

Sex leikmenn skrifa undir í Stykkishólmi

Körfuknattleiksdeild Snæfells tilkynnti fyrr í dag um að karlalið félagsins hefði samið við sex leikmenn um að leika með þeim á næsta tímabili. Leikmennirnir sex eru allir ungir og efnilegir leikmenn úr Stykkishólmi sem leikið hafa með félaginu á síðasta tímabili. 

 

Þetta eru þeir Geir Elías Úlfur Helgason, Jón Páll Gunnarsson, Aron Ingi Hinriksson, Andri Þór Hinriksson, Jakob Breki Ingason og Dawid Einar Karlsson. Auk þeirra hefur Sveinn Arnar Davíðsson gefið út að hann muni leika með félaginu á næsta tímabili en hann á að baki mörg tímabil með Snæfell auk tímabils með Skallagrím. 

 

Snæfell féll úr Dominos deild karla á síðasta tímabili eftir margra ára veru í deild þeirra bestu. Liðið sem var skipað ungum og efnilegum leikmönnum spilar því í 1. deild karla að ári og ljóst að liðið ætlar að halda sama kjarna af leikmönnum. 

 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -