Spánverjar hafa birt þá 15 leikmenn sem komast í lokahóp þeirra fyrir EM í Litháen í september. Eitt nafn vekur athygli boltaspekinga en það er að Serge Ibaka, leikmaður Oklahoma City Thunders í NBA, er þarna. Ibaka átti frábært tímabil í NBA en hann er fæddur og uppalinn í Lýðveldinu Kongó.
Spánverjar eru að vinna í pappírsmálunum þannig að hann verði löglegur en hvert landslið má tefla fram einum leikmanni sem hefur skipt um ríkisfang.
Sergio Scariolo, þjálfari Spánverja, sagðist ekki vera viss hvort að Ibaka, sem er 22 ára, verði með. ,,Spænska sambandið er að vinna í málunum og við erum þokkalega bjartsýnir. En við verðum að sjá til,“ sagði Scariolo.
Foreldrar Ibaka eru báðir landsliðsmenn í körfu en Ibaka lék á Spáni frá 2006-2009.
Jorge Garbajosa hefur ákveðið að hætta að leika með landsliðsinu en þessi fyrrum leikmaður Toronto Raptors er goðsögn á Spáni en hann kláraði síðasta tímabil með Unicaja Malaga eftir að hafa byrjað tímabilið með Real Madrid. Garbajosa sem er 33 ára gamall varð heimsmeistari með Spáni árið 2006.
Sex leikmenn Spánverja eru á mála hjá NBA-liðum.
15 manna hópur Spánar:
Juan Carlos Navarro Barcelona
Ricky Rubio Minnesota Timberwolves
Victor Sada Barcelona
Pau Gasol L.A. Lakers
Marc Gasol Memphis
Sergio Llull Real Madrid
Felipe Reyes Real Madrid
Carlos Suarez Real Madrid
Rafa Martinez Valencia
Victor Claver Valencia
Fernando San Emeterio Caja Laboral
Xavi Rey Gran Canaria
Jose Calderon Toronto Raptors
Rudy Fernandez Portland Trailblazers
Serge Ibaka Oklahoma City Thunders
Spánn er í A-riðli ásamt Tyrklandi, Litháen, Bretlandi, Pólandi og liði sem kemst áfram úr aukakeppni um laust sæti.
Mynd: Serge Ibaka gæti verið nýjasti NBA-leikmaður Spánverja.