spot_img

Semur við Njarðvík

Landsliðskonan Danielle Rodriguez hefur samið við bikarmeistara Njarðvíkur fyrir komandi tímabil í Bónus deild kvenna. Staðfestir félagið þetta með fréttatilkynningu fyrr í dag.

Danielle hefur áður leikið fyrir KR, Stjörnuna og Grindavík á Íslandi, en á síðustu leiktíð var hún á mála hjá Fribourg í Sviss. Þá hóf hún að leika fyrir íslenska landsliðið 2024 eftir að hafa fengið íslenskan ríkisborgararétt.

„Við erum vissulega að gera taktíska breytingu á meistaraflokki kvenna með þessari ráðningu. Dani er þekkt stærð í íslenska boltanum og við í Njarðvík stefnum áfram á framfarir og baráttu meðal þeirra bestu,“ sagði Einar Jónsson formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur.

„Hér erum við ekki einungis að fá frábæran leikmann heldur einnig einstakling sem er fær um að gefa vel af sér í allt starfið okkar. Hún er líka öflugur þjálfari og iðkendur félagsins munu njóta góðs af því. Kvennaliðið okkar er ríkjandi bikarmeistari og silfurlið Íslandsmótsins og því er það efst á dagskrá að byggja ofan á öflugt tímabil. Við vitum hvað Dani kemur með að borðinu og erum mjög spennt að hefjast handa með hana innan okkar raða,“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Njarðvík.

Fréttir
- Auglýsing -