spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaSemur við lið á Spáni

Semur við lið á Spáni

Landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson hefur samið við HLA Alicante í Leb Oro deildinni á Spáni.

Jón Axel kemur til Alicante frá Pesaro í Serie A á Ítalíu, en með þeim skilaði hann 5 stigum, 2 fráköstum og 2 stoðsendingum á tæpum 18 mínútum spiluðum að meðaltali í leik á síðustu leiktíð. Pesaro endaði í 5. sæti efstu deildar Ítalíu, en Alicante leika í b deild Spánar og höfnuði í 9. sæti deildarkeppninnar á síðustu leiktíð.

Með félagaskiptunum fetar Jón Axel í fótspor Ægis Þórs Steinarssonar, sem á síðustu leiktíð lék fyrir Alicante, en hann samdi við Stjörnuna fyrr í sumar.

Fréttir
- Auglýsing -