Grindavík hefur samið við Emilie Hesseldal fyrir komandi tímabil í Bónus deild kvenna.
Emilie kemur til Grindavíkur frá Njarðvík, þar sem hún vann bikarmeistaratitil og lenti í öðru sæti Íslandsmótsins, en ásamt Njarðvík hefur hún einnig leikið fyrir Skallagrím á Íslandi.
Emilie er 185 cm danskur miðherji sem ásamt liðum á Íslandi hefur leikið sem atvinnumaður fyrir lið í heimalandinu Danmörku, Portúgal og Svíþjóð ásamt því að hafa verið hluti af danska landsliðinu.
Ingibergur Þór, formaður körfuknattleiksdeildar UMFG, er í sjöunda himni yfir þessum liðsstyrk: „Ég er ekkert eðlilega sáttur að hafa landað þessum félagaskiptum! Emilie er hvílíkur leiðtogi og fyrirmynd á vellinum sem skilar alltaf sínu.“